Setjið súrefnisgrímuna fyrst á yður

2.400 kr.

Höfundur: Andrés Ragnarsson

160 bls. – kilja

Útgáfuár: 1997

Uppseld

Flokkur: , Útgáfuform:

Efni

Þrennt vakir fyrir höfundi með því að skrifa þessa bók. Í fyrsta lagi að skrifa hagnýta bók sem auðveldar fjölskyldum að líta í eigin barm við aðstæður sem þær völdu sér ekki sjálfar. Í því augnamiði setur hann fram flókið og sárt ferli á aðgengilegan hátt. Höfundurinn, sem er faðir fjölfatlaðs drengs, lýsir af hreinskilni og næmni hvernig foreldrar fatlaðra barna leiðast út í að hafa þarfir þeirra svo í fyrirrúmi að um meðvirkni verður að ræða líkt og hjá aðstandendum áfengissjúklinga.

Í öðru lagi grandskoðar höfundurinn samskipti foreldra og fagfólks í ljósi sinnar eigin reynslu og annarra foreldra. Einkum beinir hann athygli sinni að foreldrum sem stundum eru nefndir „erfiðir“.

Í þriðja lagi hefur Andrés Ragnarsson með þessari bók bætt úr brýnni þörf á kennsluefni fyrir þær starfsstéttir sem sinna málefnum fjölskyldna fatlaðra og langveikra barna.

Setjið súrefnisgrímuna fyrst á yður … er bók, sem á erindi við þá sem í lífi sínu eða starfi tengjast fötluðum og langveikum börnum, og alla þá sem láta sig varða mannlegar tilfinningar og samskipti.

Teikningar eru eftir Ingvar Guðnason sálfræðing.

Stefán Hreiðarsson, barnalæknir og forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, ritar formálsorð.

Bókin kom einnig út í Danmörku í ágúst 2005.

Frekari upplýsingar

ISBN

978-9979-63-123-3

Hönnun og umbrot

Gísli Már Gíslason

Kápumyndir

Efri myndin er úr sjónvarpsmyndinni Skólaferð eftir Ágúst Guðmundsson.
Neðri mynd er tekin af Gísla Má Gíslasyni í febrúar 1965.

Prentun

CPI, Birkach, Þýskalandi.