Efni
Síðasta innsiglið er margþætt bók. Með henni er reynt að sameina sjónarmið barna og fullorðinna sem eiga við einhverfu að stríða á hinum ýmsu stigum, svo og viðhorf almennings og fræðimanna. Bókin inniheldur líflegar frásagnir af einhverfu fólki, auk fræðilegrar umfjöllunar á almennari nótum. Og höfundur gerir upp við fræðin með nýstárlegri sjálfsskoðun.