Efni
Er rómantíkin ennþá til?
Valur Gunnarsson hefur elt ástina heimsálfanna á milli. Stóra ástin í lífi hans er þó Leonard Cohen, og gott ef Cohen kemur ekki líka fyrir í þessari skáldsögu.
Hvernig ástarsambönd henta fólki best? Er hægt að finna upp ný sambandsform þar sem þrír eða fleiri einstaklingar koma saman, eða henta opin sambönd sem bjóða upp á bæði nýjungar og öryggi? Eða er afbrýðisemin ef til vill sterkara afl en girndin þegar upp er staðið.
Sagan hefst í Moskvu á mesta hitasumri í sögu borgarinnar. Þaðan færist leikurinn til Íslands þar sem einsemdin og rigningin bíða, þá til stórborga Norður-Ameríku, New York og Montreal, og loks aftur heim í íslenska sveit. Hvert sem er farið leitar fólk síðasta elskhugans, þess sem gerir alla aðra óþarfa. En hver er hann, og mun hann nokkurn tímann finnast?
Hér má sjá og heyra umfjöllun um bókina í Kiljunni.
„… sögumaður er þó ekki bara að segja sína sögu heldur líka okkar sögu, samfélagssögu með hæfilega kæruleysislegu kryddi.“
Árni Matthíasson – Morgunblaðinu
„… lýsingar söguhetjunnar á ástinni og ástarbrímanum sjálfum eru bæði sannar og fallegar“.
Ásdís Sigmundsdóttir – Víðsjá, Ríkisútvarpinu
„… skemmtilega stíluð pæling um ástina og okkar skrýtnu daga, full af fallegri óþreyju og hrjúfri hlýju og endalausri leit. …. Segi ekki meir en mæli eindregið með þessari bók.“
Sveinn Yngvi Egilsson – facebook.com
„… bókin er skemmtileg. … Frumleiki bókarinnar felst í einfaldleika hennar.“
Símon Birgisson – Fréttablaðinu