Efni
Sagan kom fyrst út í Berlín 1922. Sögusviðið er Indland á dögum Búdda. Siddharta, sonur hindúaprests, yfirgefur sem ungur maður fjölskyldu sína og tekur að leita skilnings á eðli tilverunnar. Hann sættir sig ekki við lærdóm og kennisetningar presta og fræðimanna og leitar annarra leiða til að komast hjá hinni eilífu hringrás fæðingar og dauða. Hann kemst að því að einungis eigin reynsla getur fært honum nauðsynlega innsýn og lífsfyllingu.
Þessi indverska sögn er þrungin búddískum og taóískum þankagangi í rytmískum frásagnarstíl Búdda. Það sýnir sig einnig í fádæma útbreiðslu bókarinnar í Asíu. Fáar bækur í heiminum hafa verið þýddar á jafnmörg tungumál, í Evrópu einni á um fjörutíu þjóðtungur – og er þá latínan ótalin! Íslenska bætist nú í hópinn.