Efni
Ritsafn Steinars Sigurjónssonar — 12. bók
Ritstjóri: Eiríkur Guðmundsson
„Ef mér dytti í hug að tileinka einhverjum þessa bók, hef
ég hugsað, ætti ég þá að tileinka hana Jóni Ýngva, sem
hélt mér uppi mánuðum saman, fátækur listamaðurinn,
meðan ég var að skrifa hana?
eða Guðmundi Egilssyni, sem hýsti mig oft þegar ílla stóð
á og leyfði mér að slá sig fyrir mat?
eða Eyjólfi Halldórssyni, sem dirfðist að styðja mig við
úgáfuna þegar hinir miklu stórfjáðu forlagsmenn höfðu
vísað mér á braut?
eða Róbert kunningja mínum hinum normannska eða
íslenska Guillemette?
eða þá honum Óa Ha Ha í Kína?
Já, endilega þessum einhverja manni, hvar sem hann er
og hver sem hann er.“