Skaftafell í Öræfum

5.200 kr.

Íslands þúsund ár

Höfundur: Jack D. Ives

Þýðandi: Þorsteinn Bergsson

256 bls. – harðspjöld

Útgáfuár: 2007

Enginn sendingarkostnaður

Efni

Þessi bók fjallar um mannlíf, náttúrufar og aðdraganda að stofnun þjóðgarðsins í Skaftafelli. Vinir Skaftafells tóku höndum saman við að aðstoða Jack Ives til að koma bókinni út á 40 ára afmæli þjóðgarðsins. Bókin kom einnig út á ensku: Skaftafell in Iceland – A Thousand Years of Change.

Saga búskapar í Skaftafelli er skoðuð og sagt frá hvernig landið hefur breyst í áranna rás. Saga þjóðgarðsins er rakin og þróun landslagsins er skoðuð með augum einstaklinga sem sannanlega bjuggu í Skaftafelli. Þetta er því saga Ragnars Stefánssonar, fyrirrennara hans og afkomenda, en höfundur birtir einnig frásögn af jarðfræðileiðöngrum stúdentanna frá Nottingham 1952–1954 og ævintýrum þeirra.

Í bókinni er fjöldi mynda ásamt kortum sem sýna þau býli sem þraukað hafa í meira en þúsund ár, ásamt mörgum þeirra bæja og kirkna sem jöklagangur og eldvirkni hafa þurrkað út. Einnig sýna kortin jökulsporða, farvegi jökuláa og helstu nytjalönd.

 

Frekari upplýsingar

ISBN

978-9979-63-056-2

Útlit og umbrot

Snævarr Guðmundsson og Gísli Már Gíslason

Prentun og bókband

WS Bookwell, Finnlandi