Stúlkan með Botticelli-andlitið

1.590 kr.

Skáldsaga

Höfundur: William D. Valgardson

Íslensk þýðing: Gunnar Gunnarsson og Hildur Finnsdóttir

220 bls. – harðspjöld

Útgáfuár: 1995

Efni

 

 

„Þú vilt að ég breyti mér,“ sagði ég.

„Hvað er rangt við það að ég sé sá sem ég er? Ég tilheyri verkalýðsstéttinni og þjóðernislegum minnihlutahópi. Það er maðurinn sem þú giftist.“

„Allir breytast. Þú getur breyst og orðið miðstéttarlegri. Aðlagað þig. Hvað er svona dásamlegt við að vera öðruvísi en aðrir?“

 

Í þessari spennandi sögu segir frá leit manns að ungri þjónustustúlku sem hefur horfið við dularfullar kringumstæður af uppáhaldskaffihúsinu hans.

En annað meginþema sögunnar er uppgjör sögumanns við sjálfan sig, hjónaband sitt og líferni öll fullorðinsárin ásamt minningum og minningabrotum sem hægt og bítandi skerpa einkenni sögupersóna og skýra breytni þeirra.

Þannig sameinast leitin þrá söguhetjunnar eftir ást, friði og sátt við sjálfan sig.

Sagan hefur hlotið einróma lof í Kanada enda er hún í senn bráðfyndin og átakanleg, hjartnæm og skelfileg – hárbeitt og nærgöngul krufning á lífi og háttum nútímamanns.

Bókin færði höfundi sínum kanadísku Ethel Wilson-bókmenntaverðlaunin 1992.

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,615 kg
ISBN

978-9979-63-000-0

Hönnun og umbrot

Einn, tveir og þrír

Kápumyndir

Ljósmynd framan á kápu: Þorfinnur Sigurgeirsson.
Andlitsmynd á kápu sýnir hluta af Fæðingu Venusar eftir Sandro Botticelli (1444-1510).

Prentun og bókband

G. Ben. Edda prentstofa