Efni
Sagan segir frá litlum dreng í Kanada, Thor að nafni, sem heimsækir afa sinn og ömmu um jólin. Hann hefur mestan áhuga á að horfa á sjónvarpið en afi hans, sem stundar fiskveiðar á ísilögðu Winnipegvatni, þarf óvænt á hjálp hans að halda vegna veikinda félaga síns.
Og Thor uppgötvar að honum er ekki fisjað saman þegar vélsleðamenn í nauðum þarfnast hjálpar.
Thor var kjörin besta bók fyrir börn yngri en sjö ára þegar hún kom út í Kanada 1994 en hún hefur einnig verið gefin út í Bandaríkjunum og Skandinavíu.