Efni
„Við getum lifað prýðilegu lífi án þess að engjast af ást á guðum og mönnum, en skorti okkur jafn hversdagslega dyggð og umburðarlyndi verður allt frá okkur tekið: Virðing annarra manna – sjálfsvirðingin. Jafnvel börnin okkar munu snúa við okkur baki,“ segir Jóhann kaupmaður á einum stað í leikritinu Þrek og tár.
Á yfirborðinu er Þrek og tár saga söngelskrar smákaupmannsfjölskyldu í byrjun sjöunda áratugar tuttugustu aldar með því kryddi sem tónlist þess tíma vissulega er.
En hin raunverulegu þemu verksins eru af siðferðilegum toga: Útskúfun, fyrirgefning, umburðarlyndi, ást, mannúð.
Leikritið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 22. september 1995.