Efni
Umgjörð sögunnar er litla leikhúsið við tjörnina þar sem menn eru jafnan á tímamótum. Lesandinn kynnist hlutskipti leikarans í eftirminnilegri sögu þar sem vangaveltur aðalpersónunnar skiptast á við gamansama frásögn af lífinu í leikhúsinu.
Hröð og spennandi atburðarás minnir stundum á sakamálasögur. En hér er um dýpri lýsingu að ræða og þegar til tíðinda dregur koma þau lesandanum á óvart.
„Sagan er fyndin án þess að vera nokkurn tíma aulafyndin. […] Þegar tilfinningarnar eru spenntar og katastrófan á næsta leiti er stutt í kómíkina; minnir á ekki minni snilling en Shakespeare.“
Ingi Bogi Bogason – Morgunblaðið