Við skjótum þig á morgun, Mister Magnússon

3.440 kr.

Mik Magnússon rekur viðburðaríkt lífshlaup sitt

Höfundur: Haukur Már Haraldsson

375 bls., harðspjöld

Útgáfuár: 2013

Efni

Árið er 1964. Bruce Mitchell, rúmlega tvítugur Breti, alinn upp í Skotlandi og Malasíu, lendir á Vestmannaeyjaflugvelli. Hann ætlar að vinna í Fiskiðjunni í nokkra mánuði. Síðan er liðin hálf öld og hann heitir nú Mikael Magnússon, íslenskur ríkisborgari með íslenska kennitölu.

Mik kvæntist í Eyjum, fór á sjóinn, setti upp leiksýningar víða um land: á Grundarfirði, á Laugarbakka í Miðfirði, á Hvammstanga, í Vestmannaeyjum, á Eskifirði og að síðustu hjá Ferðaleikhúsinu (Light Nights) í Reykjavík. Hann flutti fyrstur manna fréttir á ensku í útvarpinu, var fréttaritari fyrir BBC á Íslandi í síðasta þorskastríðinu, starfaði fyrir Menningarstofnun Bandaríkjanna og hjá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli.

Síðan lá leiðin til Afríku á vegum Rauða krossins. Svo hóf hann störf hjá Sameinuðu þjóðunum, fyrst í Namibíu og Kenýa og síðar í stríðshrjáðri fyrrum Júgóslavíu.

Á ævintýralegri vegferð sinni lenti Mik í mörgum sviptivindinum í starfi og einkalífi. Í þessari bók skrásetur Haukur Már Haraldsson tæpitungulaust lifandi frásögn hans af sögulegri ævi.

„Skrásetjari bókarinnar, Haukur Már Haraldsson, skilar sínu vel. Frásögnin er áhugaverð og þegar komið er sögu þar sem Mik segir frá starfi sínu í Afríkulöndum og Króatíu eru vopnagnýr og neyð á næstu grösum.“
Sigurður Bogi Sævarsson, Mbl.

„… mögnuð frásögn manns sem hefur átt lygilegt líf.“
Svavar Gestsson, pressan.is

„Ein af athyglisverðari bókum ársins. Óvænt og ævintýraleg ævisaga sem er vel fram sett af Hauki Má. Margir munu hafa mjög gaman af þessari litríku bók.“
Björgvin G. Sigurðsson, pressan.is

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,810 kg
ISBN

978-9979-63-109-5

Útlitshönnun og umbrot

Gísli Már Gíslason