Vörnin

1.400 kr.

eftir Vladimir Nabokov

Íslensk þýðing og eftirmáli: Illugi Jökulsson

Útgáfuár: 1999

207 bls. – kilja með innábroti

 

Flokkur: , Útgáfuform:

Efni

Lúsjín litla finnst ekki gaman að neinu nema púsluspilum og töfrabrögðum. Hann er ekki nema fjórtán ára þegar hann fær sín fyrstu verðlaun á skákmóti. Um tvítugt er hann kominn í flokk hinna vinsælu snillinga sem þeysa frá einu skákmóti til annars.

Hér segir frá glímu manns við eigin snilld og vonlausum tilraunum heittelskandi eiginkonu hans til að bjarga honum frá glötun.

Höfundurinn sagði um þessa bók, „að af öllum rússneskum bókum mínum býr Vörnin yfir og stafar mestri »hlýju« – sem kann að virðast einkennilegt þegar þess er gætt hve skáklistin er álitin óhlutkennd.“

„Nabokov þótti mikill stílisti og hafði mikla tilfinningu fyrir blæbrigðum orða. Í Vörninni sýnir hann ótrúlega mikla kúnst í notkun á snjöllum líkingum. Umhverfislýsingar hans eru einnig einkar glæsilegar. Lýsingar Nabokovs á ferðalagi Lúsjín inn í geðveikina eru snilldarlega skrifaðar og lokakaflinn er magnaður. Illugi Jökulsson þýddi þessa stórgóðu bók af mikilli prýði. Það er fengur að þýðingu hans á þessu listaverki Nabokovs.“

Kolbrún Bergþórsdóttir

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,370 kg
ISBN

9979-63-020-5

Hönnun og umbrot

Gísli Már Gíslason

Prentun

Steinholt

Bókband

Flatey

Ljósmynd framan á kápu

Lászlò Moholy-Nagy

Ljósmynd aftan á kápu

Dmitri Nabokov Archive, Montreux.
The Nabokov Estate.