Unnur Gutt 80 ára

TABULA GRATULATORIA

Bráðum höldum við upp á áttræðisafmælið hennar Unnar Guttormsdóttur

Í tilefni af afmælinu 18. október 2021 ætlum við vinir hennar að gleðja hana með því að gefa út dálitla bók með áttatíu ljósmyndum sem hún hefur tekið af fuglum ásamt frábærum textum hennar.

Okkur langar að bjóða þér að samgleðjast afmælisbarninu með því að kaupa bókina og fá nafnið þitt í heillaóskaskrá fremst í bókinni.

Verðið verður um 4000 krónur allt eftir því hve margir skrá sig á listann.

Frekari upplýsingar í síma 561 0055

Vinsamlegast fylltu út reitina hér fyrir neðan.