Skráð

Verk Guðmundar Steinssonar í Þjóðleikhúskjallaranum

Leiklestraveisla til heiðurs leikskáldinu Guðmundi Steinssyni verður í Þjóðleikhúskjallaranum á tímabilinu 26. október til 7. nóvember 2019.

Í tilefni af þessum ánægjulegu tíðindum fæst heildarsafn leikrita Guðmundar nú á lágu verði meðan birgðir endast. Smellið hér!

Verkið er tæplega 1400 blaðsíður í þremur bindum. Jón Viðar Jónsson ritar ítarlegan inngang.

DAGSKRÁ:

lau. 26. okt. kl. 16:00
Mælt fyrir minni skáldsins
– Umsjón: María Kristjánsdóttir og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir

Viðfangsefni og þemu skáldsins kynnt með lestri víða úr lífsverkinu, m.a. úr Forsetaefninu sem var frumflutt í Þjóðleikhúsinu fyrir 55 árum, þann 21. október 1964.

sun. 27. okt. kl. 19:30 og þri. 29. okt kl. 19:30
Þjóðhátíð
leiklestur
– Leikstjóri: Sveinn Einarsson

fim. 31. okt kl. 19:30 og sun. 3. nóv kl. 16:00
Stundarfriður
leiklestur
– Leikstjóri: Benedikt Erlingsson

fim. 7. nóv. kl. 19:30 og sun. 10. nóv. kl. 16:00
Katthóll
leiklestur
– Leikstjóri: Stefán Baldursson

Leikritið Katthóll hefur aldrei verið flutt á sviði.

Skráð

Húsið

Hinn 10. mars 2017 var Húsið eftir Guðmund Steinsson sett á svið í fyrsta sinn. Þessi frumuppfærsla var á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Í ítarlegum inngangi að heildarútgáfu leikrita Guðmundar skrifar Jón Viðar Jónsson m.a. um Húsið og þýðingu þess í höfundarverki Guðmundar.


Silja Aðalsteinsdóttir skrifar hér um sýninguna.

Smellið hér til að fræðast um heildarútgáfu á leikritum Guðmundar.