Skráð

Svona er þetta

Sjö goðsagnir um Lúther

Sunnudagsmorguninn 3. október 2021 ræddi Þröstur Helgason við Ásmund Stefánsson í þættinum „Svona er þetta“. Umræðuefnið var þýðing Ásmundar á bókinni Sjö goðsagnir um Lúther sem út kom í september.

Hér má hlusta á þáttinn: https://podtail.com/en/podcast/svona-er-thetta/asmundur-stefansson-2021-10-03/

Skráð

Sviðsbrúnin og Lúther

Í byrjun september gaf Ormstunga út tvær bækur: Á sviðsbrúninni og Sjö goðsagnir um Lúther.

Á sviðsbrúninniSveinn Einarsson: Á sviðsbrúninni – Hugleiðingar um leikhúspólitík. Hér rifjar Sveinn Einarsson upp starf sitt í leikhúsum, óperuhúsum og sjónvarpi undanfarna áratugi. Hann veltir fyrir sér aðferðafræði og vinnubrögðum leikstjórans og samvinnunni við leikskáld, tónskáld, leikara, söngvara, höfunda leikmynda, búninga og ljósa ásamt öðrum sem koma að því að skapa sviðslistaverk.

Sjö goðsagnir um LútherFrederik Stjernfelt: Sjö goðsagnir um Lúther. Það er óumdeilanlegt að Marteinn Lúther hafði mikil áhrif með uppreisn sinni gegn hugmyndalegu einræði hins kaþólska páfadóms snemma á sextándu öld. En honum eru líka eignuð margvísleg framfaraspor, sum með rökum sem ekki standast nánari skoðun.
Í þessari bók er hulunni lyft af Lúther.
— Ásmundur Stefánsson hagfræðingur íslenskaði.