Stefán Sturla spjallar við blaðamann Fréttablaðsins, Gunnþóru Gunnarsdóttur.
Tag: Stefán Sturla
Viðtal við Stefán Sturlu í Morgunblaðinu
Höfundur Flækjurofs tjáir sig um ritstörfin.
Stefán Sturla áritar Flækjurof í dag
Stefán Sturla og Flækjurof á Sauðárkróki
Sunnudaginn 12. júlí verður gaman á Grand-Inn á Sauðárkróki.
Þá ætlar Stefán Sturla að kynna nýjustu bók sína um Lísu lögreglukonu og hennar fólk, Flækjurof.
Hann spjallar um rannsóknarvinnuna og aðferðina við skrifin, persónurnar, fyrirmyndir og flækjur. Og svo les hann náttúrlega upp valda kafla!
Bókin er á sérstöku tilboðsverði þetta kvöld og höfundur áritar eintök með glöðu geði.
Tilvalið að koma í rauðvínsstemningu með rithöfundi.
Húsið verður opnað kl. 16:45 og Stefán tekur til máls kl. 17:00. Að sjálfsögðu er tilboð á rauðvínsglasi (eða hvítu).
Ný rafbók
Nú er spennusagan Flækjurof komin í rafbókarbúning og salan farin af stað.
Flækjurof kom út í síðustu viku!
Lokaþátturinn um Lísu og veröld hennar er kominn út.
Segðu mér: Stefán Sturla í spjalli við Sillu á Rás 1
Í morgun átti Sigurlaug Margrét Jónasdóttir skemmtilegt samtal við Stefán Sturlu, höfund spennusögunnar FLÆKJUROF:
Bráðum kemur út ný spennusaga
Flækjurof er þriðji og síðasti hluti þríleiksins um lögreglukonuna Lísu og aðstoðarfólk hennar eftir Stefán Sturlu.
Fyrri bækur þríleiksins eru:
• Fuglaskoðarinn (2017)
• Fléttubönd (2018)
Neyðarkall berst úr dalnum endalausa. Björgunarsveitin er kölluð út, þyrlan er send af stað með Lísu og annað starfsfólk rannsóknarlögreglunnar. Hvað hefur gerst?
Lesendur fylgjast með óvæntum atburðum og margar spurningar vakna. Við sögu koma kunnuglegar persónur úr fyrri bókum þríleiksins: Lísa, Kári, Björn Bangsi, Sigrún og fleiri.
Fyrir utan leitina að skýringum á hinum óhugnanlegu atburðum sögunnar er ekki síður áhugaverður sá þráður sem snýst um Kára og líf hans í fortíð og nútíð.
Þið fáið meira að heyra þegar bókin kemur út.
Glæpakvöld á Sólon kl. 20
Eftir því sem við best vitum er Glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags á Sólon í kvöld, fimmtudaginn 29. nóv. 2018.
Þar mun m.a. Valgeir Skagfjörð lesa upp úr FLÉTTUBÖNDUM, nýjustu bók Stefáns Sturlu og margir aðrir höfundar koma við sögu.
Þið megið gjarna deila þessu því að okkur tekst ekki í fljótu bragði að finna neins staðar tilkynningu frá Hinu íslenska glæpafélagi um viðburðinn.
Í dag koma Fléttubönd út
Fléttubönd, annar hluti þríleiksins um Lísu lögreglukonu og aðstoðarfólk hennar, kemur út í dag. Fyrsti hluti kom út í fyrra undir nafninu Fuglaskoðarinn og lokaþátturinn sér svo dagsins ljós á næsta ári.
Barnslík finnst á förnum vegi og óvæntir hlutir koma í ljós við rannsókn málsins og við sögu koma vægast sagt vafasamir starfshættir tiltekinnar bílaleigu. Samstarfsfólk Lísu, sem lesendur þekkja úr Fuglaskoðaranum, leikur hér líka stórt hlutverk, einkum Kári, sonur Bangsa lögreglustjóra.
Auk þess að fylgjast með lausn morðgátunnar kynnist lesandinn fortíð Kára og erfiðleikum hans við að fóta sig í lífinu. En allt gengur upp að lokum í óvæntum endi sögunnar nema hvað afdrif Kára skýrast víst ekki endanlega fyrr en í þriðja hlutanum að ári!
Bráðum kemur út bók
Fuglaskoðarinn kemur út í dag
Í dag kemur út ný spennusaga eftir Stefán Sturlu, Fuglaskoðarinn. Þetta er saga um dularfullan dauðdaga ungs manns suður með sjó sem er hugfanginn af fuglum. Við rannsókn málsins kemur í ljós að ekki er allt með felldu í fortíð piltsins.
Þetta er fyrsta bókin um líf og störf lögreglukonunnar Lísu og aðstoðarfólks hennar og aldrei að vita nema höfundurinn sendi frá sér framhald í fyllingu tímans.