Rafbækur í netverslun Ormstungu eru á EPUB-formi og eru ætlaðar til lesturs í spjaldtölvum og snjallsímum á borð við Apple og Android.
EPUB er skráarsnið með endingunni „.epub“. Orðið stendur fyrir „Electronic Publication“ og táknar staðal fyrir rafbækur sem fjölmargir rafbókalesarar styðja (ekki Kindle) og samsvarandi lesforrit fást fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og borðtölvur.
Fyrir Android-síma og -spjaldtölvur eru margs konar lestraröpp fáanleg, mörg hver ókeypis, sem finna má með því að leita að „ebook reading app“ eða þess háttar í Play Store.
Í tækjum frá Apple, iPhone og iPad, eru rafbækurnar sóttar í niðurhalsmöppu vafrans (oftast Safari). Að því loknu má opna bókina í Books-forritinu.
Einnig er auðvelt að lesa rafbækurnar í borðtölvum, t.d. með Adobe Digital Edition.
– Ekki er hægt að opna ePUB-rafbækur í Kindle-lestölvum.
Skráin sem kaupandi fær senda er eign hans. Dreifing á skránni eða efni hennar er óheimil.
Með því að samþykkja skilmála þessarar vefverslunar staðfestir kaupandi að stafræna varan (rafbókin) verði aðeins notuð til einkanota – hún er t.d. ekki ætluð til dreifingar, láns, deilingar eða sölu.
Kaupandi fær sendan staðfestingarpóst sem inniheldur niðurhalshlekk. Þegar smellt er á hlekkinn er bókinni hlaðið niður í tæki hans þar sem hægt er að opna rafbókina.
Ekki er hægt að skila rafbók ef búið er að smella á niðurhalshlekkinn og sækja rafrænt eintak.