4. febrúar 2025

Kæri lesari,
í vor sendir Hope Knútsson frá sér endurminningar sínar. Ævistarf hennar er samtvinnað sögu Siðmenntar ásamt sögu iðjuþjálfunar og fjölmenningar á Íslandi.
Fjölmargar ljósmyndir prýða þessa áhugaverðu og fallegu bók.
Við bjóðum vinum og velunnurum Hope að ganga í hóp áskrifenda með því að skrá sig hér fyrir neðan.
Nöfn áskrifenda verða á sérstökum heiðurslista hollvina fremst í bókinni.
Áætlað verð er um 7.000 krónur.
Með kveðju frá Ormstungu.
Með því að fylla út eftirfarandi eyðublað og smella svo á „SENDA“ hefur þú bæst í hóp áskrifenda.
Þú getur skrifað athugasemdir fyrir neðan heimilisfangið, t.d. ef þú vilt hafa fleiri með þér á listanum (dæmi: „Jón og Gunna í sveitinni“).