Lúx

3.490 kr.

Sögukorn

Höfundur: Ágúst Guðmundsson

Útgáfudagur: 12. nóvember 2025

Enginn sendingarkostnaður

Kilja – 120 bls.

Efni

Alda Sif og Sighvatur eru ung, ólík en ástfangin hjón. Leiðir þeirra höfðu legið saman í Háskóla Íslands á þenslutímunum fyrir hrun þar sem hann lagði stund á norræn fræði en hún viðskiptafræði.

Að loknu námi kenndi Sighvatur íslensku í efri bekkjum grunnskóla en Alda Sif öðlaðist skjótan frama í bankageiranum og gegnir nú stjórnunarstöðu í Lúxemborg.

Sighvatur kvaddi kennarastarfið og sér nú um heimilið og einkasoninn, sem nálgast skólaaldur, jafnframt því að huga að eilífðarverkefni sínu, ritgerð um „Þróun íslenskra spakmæla frá landnámi til vorra tíma“.

En ekki er hægt að eyða öllum deginum í fræðagrúsk og þegar Sighvatur tekur að rifja upp menntaskólafrönskuna sína undir leiðsögn ungrar kennslukonu dregur til tíðinda.

Frekari upplýsingar

ISBN

978-9979-63-165-1

Umbrot og hönnun

Gísli Már Gíslason

Mynd á kápu

Forsíðumynd sýnir hluta af verki, „Portrait de femme assise“, með blandaðri tækni eftir Kees van Dongen (1877-1968) á listasafni (Can Prunera) í Sóller á Mallorca. Fyrirsætan ku vera Jeanne Moreau.