Skráð

„Af hverju viltu ekki vinna, Loftur?“

„Ég er þeirrar skoðunar að það að mæta í vinnuna sé skýrt merki um lélegt sjálfsmat og beri með sér að viðkomandi, sá sem í vinnuna mætir, hafi litla sem enga sjálfsvirðingu. Ég met líf mitt, þetta eina sem ég á, einfaldlega það mikils að ég er ekki til í að skipta á því og peningum. Það finnst mér vera merki um heilbrigt og gott sjálfsmat – sjálfsvirðingu. Alltaf þegar ég sé fólk mæta í vinnuna að morgni dags hugsa ég: Þarna er manneskja sem hatar sjálfa sig.“

Hákon J. Behrens: Sauðfjárávarpið, bls. 57