
Við ætlum að eiga saman notalega stund í Forlaginu úti á Granda miðvikudaginn 12. nóvember kl. 17:00–19:00 og fagna útkomu nýrrar skáldsögu eftir Ágúst Guðmundsson, Lúx.
Ágúst Guðmundsson er einkum þekktur sem kvikmyndaleikstjóri. Land og synir, Með allt á hreinu og Mávahlátur eru meðal átta bíómynda hans. Af fjölmörgum verkefnum fyrir sjónvarp má nefna Nonna og Manna.

Ágúst átti stóran þátt í gerð bókarinnar Styrjöldin í Selinu sem greinir frá því þegar þriðja heimsstyrjöldin var sett á svið í ársbyrjun 1965. Fyrir tveimur árum kom út eftir hann skáldsagan Maður í eigin bíómynd þar sem Ingmar Bergman var í aðalhlutverki.
Við samfögnum höfundi í huggulegum húsakynnum Forlagsins, njótum léttra veitinga, spjöllum saman, hlustum á Ágúst lesa upp kafla og spjöllum meir.

Þetta var skemmtileg og notaleg stund. Hér les Ágúst upphaf sögunnar.



