Efni
Yfirheyrslan yfir Ottó B. rekur þroskaferil ungs manns eins og hann birtist í svörum hans sjálfs fyrir rétti. Stúdentaóeirðir og ýmis örvæntingarfull viðbrögð æskufólks á sjöunda áratug tuttugustu aldar mynda lítt sýnilegan bakgrunn frásagnarinnar. Glæpur og refsing skipta höfundinn litlu máli heldur er honum í mun að lýsa því hvernig ranglátt og staðnað samfélag hrindir greindu og heilbrigðu ungmenni út á ystu nöf. Þrátt fyrir alvöru málsins er lýsingin einatt blönduð skopi og meinlegu háði.