Ágúst Guðmundsson heldur fyrirlestur um Ingmar Bergman og skáldsögu sína MAÐUR Í EIGIN BÍÓMYND í Auðarsal í Veröld – Húsi Vigdísar þriðjudaginn 28. nóvember kl. 16:00.
Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
Ágúst Guðmundsson heldur fyrirlestur um Ingmar Bergman og skáldsögu sína MAÐUR Í EIGIN BÍÓMYND í Auðarsal í Veröld – Húsi Vigdísar þriðjudaginn 28. nóvember kl. 16:00.
Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
Jóhannes Ólafsson ræðir við Ágúst Guðmundsson um bók hans um Ingmar Bergmann í útvarpsþættinum Bara bækur á Rás 1.
Við fögnum útkomu bókar Hákonar J. Behrens í Gunnarshúsi mánudaginn 13. nóvember 2023 kl. 19:00.
Höfundur segir okkur undan og ofan frá tilurð bókarinnar og les upp kafla.
Léttar veitingar og spjall. – Allir velkomnir.
BILUÐ ÁST heitir splunkuný skádsaga Sigurjóns Magnússonar, hispurslaus frásögn af harkalegu hlutskipti manns sem ástin lék grátt.
Við fögnum útgáfu bókarinnar þriðjudaginn 31. október klukkan 17:30, höfum það notalegt í Gunnarshúsi, hlustum á höfundinn lesa upp, spjöllum saman og njótum léttra veitinga.
Og bókin fæst á góðum kjörum.
– Allir velkomnir.
Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri sendir frá sér fyrstu skáldsögu sína í næstu viku. Sagan heitir MAÐUR Í EIGIN BÍÓMYND og segir frá Ingmar Bergman, kollega Ágústs, og stormasömu hjónabandi hans.
Við fögnum útgáfu bókarinnar í Bíó Paradís miðvikudaginn 18. október 2023 klukkan 17:30.
– Allir velkomnir.
Við fögnum útgáfunni í Gunnarshúsi mánudaginn 3. júlí kl. 17:30. Hallveig segir okkur frá tildrögum að þessari fyrstu skáldsögu sem hún skrifar fyrir fullorðna lesendur.
Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri og leiðsögumaður les valda kafla úr bókinni og Sigríður Thorlacius syngur sól í hjörtu viðstaddra.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Ung stúlka verður fyrir bíl fyrir framan Þjóðleikhúsið og lætur lífið. Ökumaðurinn flýr af vettvangi. Eina vitnið að þessum atburði er Svetlana, rússneskur bókmenntafræðingur sem vinnur við þrif í opinberum byggingum. Hún hringir í neyðarnúmerið en hjólar burt. Lögreglukonan Fanney kemur á vettvang. Við rannsókn málsins ákveður hún vegna ágreinings við yfirmann sinn að snúa sér að öðru máli sem komið er upp á bernskuslóðum hennar í Urriðavík. Kona hefur fundist myrt úti í fjárhúsi og fleiri morð fylgja í kjölfarið. Böndin berast að Birtu sem hengdi sig úti í fjósi fyrir hundrað árum. Flestir hafa séð vofunni bregða fyrir og öll sveitin stendur á öndinni.
Austur í Síberíu fréttir Lena að dótturdóttir hennar hafi fundist dáin í Reykjavík. Hún sér sig knúna til að fara til Íslands. Þegar hún fréttir af innrás Rússa í Úkraínu segist hún ekki eiga neitt land. Nágranni Svetlönu, Pétur, býður henni að búa hjá sér þangað til djöfulskapnum linni.
Hvað eiga dauðsföllin í Reykjavík sameiginlegt með morðunum í Urriðavík? Lena tekur þátt í að greiða úr flækjunni.
Þegar brúðuleikari, fæddur vel fyrir miðja síðustu öld, sendir frá sér svona seiðmagnaða spennusögu er ástæða til að athuga málið.
Babúska kemur út fyrir lok næsta mánaðar.
Stundin, Bækur, 21. des. 2022
Smellið á myndina til að lesa umsögnina.
„Hún var hið ríkjandi afl alls lífs og fékk kraft sinn úr vötnum og uppsprettulindum, frá sól og tungli og rakri jörð. Í goðkynjuðum heimi hennar gekk tíminn eftir hringlaga brautum, ekki línulega. Í skapandi handverki frá tíma hennar sjáum við dínamískar hreyfingar, spírallaga form sem snúast og afbakast, snáka sem hringa sig saman og hlykkjast, hringi, hálfmána, nautshorn, fræ sem springa út og gróðursprota.“
Hér segir frá ýmsum myndum Gyðjunnar sem tengjast náttúru og dýrum, svo sem Augngyðjunni, Fuglagyðjunni og Tunglgyðjunni. Höfuðsetur Gyðjunnar varði lengst á Krít og víðar í Eyjahafi, en Indó-Evrópumenn lögðu undir sig ríki hennar um 1500 f. Krist. Þá koma fram gyðjur goðsagnaheimanna sem við þekkjum, en náttúran var dýrkuð í gyðjulíki öldum saman eftir að kristni komst á. Með kristni tekur María guðsmóðir sess Gyðjunnar miklu. En þar með er hin forna Gyðja ekki úr sögunni; á öllum öldum er hún við lýði, allt fram á okkar dag.
Á 19. öld birtist hin ævaforna tunglgyðja í lífi og ljóðum rómantísku skáldanna; við hittum hana fyrir í heimi enska skáldsins Johns Keats mitt í því náttúrufari sem honum var svo kært. „Dýrðarljómi og yndisleiki hafa horfið,“ segir hann, og „Pan er ekki lengur í augsýn.“ Fleiri skáld yrkja um tunglgyðjuna; skáldkonan merka, Emily Brontë, kallaði tunglskinsbjartar nætur „dag Díönu“ – en Díana var tunglgyðja Rómverja, og Benedikt Gröndal orti til himingyðjunnar.
Snemma á 20. öld birtist tunglið, La Lúna, víða í ljóðagerð spænska skáldsins Federicos García Lorca og lýsingar hans á náttúrufari Andalúsíu eru fullar af anda goðsagna, einkum grísk-rómverskra, en einnig annars staðar frá. Goðsagnir halda áfram að hafa áhrif og það verður endurvakning í Evrópu á dulhyggju eða okkúltisma. Dagur Sigurðarson yrkir til tunglgyðjunnar og Soffía Bjarnadóttir yrkir um lifandi goðsögur í Reykjavík á 21. öld.
Berglind Gunnarsdóttir (f. 1953) lagði stund á spænsku og málvísindi í Reykjavík og Madrid. Hún hefur birt skáldsögur, frumort ljóð og ljóðaþýðingar, einkum úr spænsku.
Útgáfudagur: 26. september 2022
ISBN 978-9979-63-147-7
Kilja, 82 bls.